Mezzacorona Merlot 2011

Vínsamlagið Mezzacorona er hátæknivætt vínhús í Trentino á norðurhluta Ítalíu undir hlíðum Dólómítafjallanna. Þetta er með nyrstu og svölustu víngerðarsvæðum Ítalíu og vínin þaðan alla jafna ferskt og fín.

Það er ekkert flókið við þetta Merlot vín frá Mezzacorona en það hefur töluverðan sjarma, þokkafullan og bjartan ávöxt, þarna eru kirsuber og plómur, örlítið kryddað með pipar og vott af lakkrís. Hreinn og fínn ávöxtur í munni, milt og mjúkt. Með léttum pastaréttum og mildum ostum.

1.750 krónur. Góð kaup.

Deila.