Einfalt kartöflusalat

Gott kartöflusalat er frábært meðlæti með svo mörgu, ekki síst grlllmatnum. Hér er eitt fljótlegt og gott.

  • 800 g kartöflur
  • 2 dl heimagert majonnes
  • 2 harðsoðin egg
  • 1 sellerístilkur, fínsaxaður
  • 2 msk Dijon-sinnep
  • 2 dl saxaðar sýrðar agúrkúr
  • 2 msk capers, saxið
  • 1 væn lúka af  fínt saxaðri flatlaufa steinselju
  • safi úr 1/2 sítrónu
  •  salt og pipar

Sjóðið kartöflurnar og leyfið að kólna. Flysjið og skerið í bita. Saxið eggin. Saxið grænmeti og kryddjurtir. Setjið í skál og blandiði saman við majonnesið og sinnepið. Kreistið sítrónusafann yfir og hrærið saman. Bragðið til með salti og pipar. Geymið í ísskáp þar til borið er fram.

Fleiri uppskriftir að kartöflusalati má finna með því að smella hér.

Deila.