Adobe Cabernet Sauvignon Reserva 2012

Adobe eru lífrænt ræktuð vín frá vínhúsinu Santa Emiliana í Chile, einum stærsta framleiðanda lífrænt ræktaðra vína í heiminum. Hér kíkjum við á Reserva-vínið úr þrúgunni Cabernet Sauvignon.

Dökkt, fjólublátt á lit, kröftugur, ungur berjávöxtur í nefi, krækiber og sólber ríkjandi. Skarpt, tannískt í munni, ávöxturinn ungur og harður, hefur gott af því að standa aðeins opið áður en það er borið fram. Vín fyrir rautt kjöt.

2.199 krónur.

Deila.