Valhnetu- og tómatasalat

Fljótlegt og einfalt tómata- og valhnetusalat sem bera má fram með flestum réttum.

  • 6 þroskaðir tómatar, saxaðir
  • 150 g valhnetur
  • 1 lúka söxuð flatlaufa steinselja
  • 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • 2 msk ólífuolía
  • 1 msk rauðvínsedik
  • sjávarsalt og pipar

Ristið hneturnar í ofni þar til að þær byrja að dökkna (en alls ekki brenna). Grófsaxið hneturnar og setjið þær ásamt steinselju og tómötunum í skáli. Pressið hvítlaukinn og pískið létt saman við olíuna og edikið. Saltið og piprið og hrærið saman við salatið.