Veuve Clicquot Champagne Rosé

IMG_9194Það er alltaf eitthvað sérstakt við rósakampavín. Þetta eru ekki rósavín sem eru látin freyða heldur kampavín þar sem smávegis af rauðvíni úr Pinot Noir-þrúgunni er bætt út í. Þau eru yfirleitt aðeins fyllri en hefðbundin kampavín og hafa líka þennan einstaka rómantíska lit.

Þetta Champagne Rosé er frá einu af stærstu og þekktustu kampavínshúsunum, Veuve-Clicquot. Þar hafa menn lengi gert árgangskampavín en fyrir nokkru var einnig byrjað að selja þetta kampavín sem er (líkt og flest kampavín) blanda nokkurra árganga.

Undursamlega laxableikt, ristað, þurr rauð og svört ber, brómber hindber, brioche, míneralískt. Hefur góða fyllingu, fínan ávöxt. Gott matarkampavín. Hvers vegna ekki með humarnum?

7.999 krónur.

Deila.