Baron de Ley Blanco 2012

Rioja er auðvitað þekktast fyrir rauðvínin sín en þar engu að síður framleidd hvítvín sem sum hver eru bara býsna frambærileg. Algengasta hvíta þrúgan í Rioja er Viura sem einnig er þekkt undir nafninu Macebo. Stílarnir eru í stórum dráttum tveir. Annars vegar nútímaleg, fersk og skörp vín. Hins vegar nokkuð, þung, eikuð og mikil vín sem þola ágætlega margra ára geymslu. Þetta hvítvín frá Baron de Ley er í fyrra stílnum. Ungt, ferskt og líkt og mörg Viura-vín minnir það mann svolítið á góð vín úr þrúgunni Pinot Grigio.

Vínið er mjög ljóst á lit, tært, angan fersk, sætar perur, þurrkuð gul epli, blóm. Í munni góð þykkt og fylling, fersk sýra og smá kryddaðir tónar.

1.699 krónur. Frábær kaup á þessu verði. Fjórðu stjörnuna fær vínið fyrir hlutfall verðs og gæða.

Deila.