Surani Pietrariccia Fiano 2012

Fiano er ein helsta hvítvínsþrúga Suður-Ítalíu, þekktust fyrir Fiano d’Avellino í Kampaníu og er talið víst að þetta sé ein af þeim þrúgum sem að Rómverjar nýttu til víngerðar til forna. Hún er einnig ræktuð  á Sikiley og í Púglíu þaðan sem þetta hvítvín kemur.

Vín úr Fiano eru yfirleitt karaktermikil og nokkuð arómatísk og það á vði hér. Blóm, grösugt, ferskt estragon, sítrus, ferskt,  nokkuð létt með góðri skarpi sýru í munni, kryddað í lokin, anís/lakkrís.

2.195 krónur. Góð kaup.

Deila.