Aðalsteinn sigraði Absolut Invite Iceland

Aðalsteinn Bjarni Sigurðsson barþjónn á hinum nýja veitingastað Kol var hlutskarpastur þegar margir af færustu barþjónum landsins kepptu í keppninni Absolut Invite á Loftinu á dögunum. Andrea Benediktsdóttir og Jakob Már Harðarson, bæði á Grillinu, hrepptu annað og þriðja sætið.

Fókus keppninnar í ár er eingöngu á lúxus vodkann Absolut ELYX sem aðalefnishluta. Keppendur voru einnig hvattir til að nota önnur  „handcraft“ hráefni  og að búa til og nota eigin íblöndunarefni eða rekjanlega vöru eins og hunang, marmelaði, sultur, ávexti, sýróp og líkjöra.

Fjöldi barþjóna höfðu verið boðinn þáttaka og verðlaunin eru glæsileg en sigurvegarinn hlaut ferð til Svíþjóðar og þátttökurétt til að etja kappi við bestu barþjóna norður Evrópu í Absolut Invite í lok maí.

Absolut Invite er mjög krefjandi keppni fyrir barþjóna því áður en þeir stigu inn fyrir barborðið á Loftinu og blönduðu  tvo kokteila voru þeir búnir að taka skriflegt próf um sögu Absolut og kokteila, ásamt því að að finna út með blindsmökkun tíu áfengistegundir og finna út tvo íblöndunarefni í tveim mismunandi Absolut ELYX kokteilum.

Dómarar í ár voru þau Tómas Kristjánsson forseti barþjónaklúbbs Íslands og eigandi á veitingastaðnum Steikhúsið, Ásta Guðrún eigandi á veitingastaðnum Kopar, Steingrímur Sigurgeirsson vínrýnir á Vinotek, Alba vínþjónn á Slippbarnum og vín-og matgæðingurinn Ólafur Örn Ólafsson var kynnir kvöldsins.

Deila.