Mosfellsbakarar sigursælir í Kahlúakeppni

 

Hin árlega Kahlúa-keppni var haldin á dögunum í tengslum við vörusýningu Íslensks Ameríska og Mekka Wines & Spirits og gafst þar fulltrúum bakarí landsins kostur á að sýna listir sýnar í gerð eftirrétta þar sem Kahlúa kom við sögu.

Það má segja að fulltrúar frá  Mosfellsbakarí hafi átt góðan dag þegar Kahlúa eftirrétturinn 2014 var valinn því starfmenn þaðan röðuðu sér í fyrstu þrjú sætin. Sigurvegari í keppninni var Stefán Hrafn Sigfússon og í næstu sætum þau Ragnheiður Ýr Markúsdóttir og Anna María Guðmundsdóttir.

Hér má sjá eftirréttina þeirra:

 

Alls tóku 34 keppendur þátt, jafnt bakarar sem matreiðslumenn.

Keppnin þótti takast hið besta og  voru sigurvegarar tilkynntir á Vörusýningunni.

 

 

Deila.