Trimbach Riesling 2012

Trimbach er einn af þessum stórkostlegu hvítvínsframleiðendum í Alsace sem tekst að gera mikilfengleg vín á vel viðráðanlegu verði. Það er nefnilega þannig að góð vín frá Alsace kosta alla jafna miklu, miklu minna en vín frá öðrum af topp-vínhéruðum Frakklands, s.s. Búrgund. Og þetta eru líka með betri matarvínum sem hægt er að fá.

Þetta er byrjunarvínið frá topframleiðandanum Trimbach, ungt, stíft, mjög þurrt, djúpur ávöxtur, sítrusbörkur og safi, þétt, sýrumikið, míneralískt og langt í munni. Enn mjög ungt. Flott matarvín.

2.698 krónur. Frábær kaup.

Deila.