Brookford Shiraz-Cabernet Sauvignon 2014

Árstíðirnar á suðurhveli jarðar eru á öðrum árstíma en við eigum að venjast og er það ástæða þess að nú undir árslok skuli fyrstu vín ársins 2014 vera farin að berast hingað á norðurhvelið.

Þetta rauðvín frá Brookford er auðvitað eins og gefur að skilja ansi ungt, liturinn er dökkfjólublár og í nefinu er bjartur og safaríkur ávöxtur, plómur, sólber, ansi þroskuð, allt að því soðin í bland við krydd, þarna er smá lakkrískeimur lika. Mjög ávaxtaríkt í munni, kröftugt, ungt og sprækt.

1.851 króna. Mjög góð kaup.

Deila.