La Chablisienne 1er Cru „Fourchaume“ 2012

Fourchaume er ein af þekktustu premier cru ekrunum í Chablis. Hún er staðsett rétt norður af sjálfu þorpinu Chablis, snýr beint í suður og jarðvegurinn einkennist af miklum kalksteini.

Fölgullið á lit, mildur sítrus, límónubörkur, lemon curd, mjúkur, þykkur ávöxtur, míneralísk, góð og fersk sýra, virkilega fínn og góður Chablis. Vín fyrir humar, þorsk, í raun alla góða sjávarrétti.

3.799 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.