Freyðivínin til að kveðja 2014

Þá er enn eitt árið að líða í aldanna skaut og handan hornsins er 2015 farið að gægjast fram á meðan 2014 býr sig undir að kveðja. Að venju er landsmenn farnir að undirbúa áramótin en það eru margvíslegar hefðir tengdar gamlárskvöldi: Flugeldar, kryddsíld, áramótuppgjör, áramótheit, brennur og svo auðvitað það að fagna nýju ári með því að skála í kampavíni eða freyðivíni.

„Kampavín“  er gjarnan notað sem samheiti yfir öll freyðandi vín. Þetta sýnir kannski best hversu vel markaðssetning vínbændanna í Champagne hefur tekist í gegnum aldirnar. Það eru hins vegar alls ekki öll freyðivín kampavín þótt öll kampavín séu freyðivín.

Hin einu sönnu kampavín koma frá Champagne í norðurhluta Frakklands á svæðinu í kringum borgina Reims. Mörg ágætis kampavín eru í boði í vínbúðunum til dæmis klassikerar frá kampavínhúsum á borð við Veuve-ClicquotMumm og Taittinger.

kampavíninÞað sem skiptir máli við val á kampavíni (og jú raunar freyðivíni líka) fyrir utan framleiðanda er hversu þurrt kampavínið er. Flest hefðbundin kampavín eru mjög þurr eða það sem er kallað „brut“ á tungutaki freyðivínanna. Það eru síðan einnig til ögn sætari kampavín og þau eru flokkuð sem „demi-sec“. Þau geta verið ansi góð eftir mat, t.d. með eftirréttinum.

Rósakampavín eru síðan algjör sérflokkur. Þau eru ekki rósavín sem eru látin freyða heldur hefðbundin kampavín sem ögn af rauðvíni er bætt út í á lokastiginu og eru því oft flóknari og aðeins bragðmeiri. það má t.d. fá prýðisgott „rosé“ kampavín frá Veuve í vínbúðunum. Kampavín eru yfirleitt ekki „árgangsvín“. Bestu árin eru hins vegar framleidd sérstök (og töluvert dýrari) árgangskampavín.

IMG_0741Og síðan eru það öll hin svæði sem að framleiða freyðivín. Frakkar framleiða til dæmis fjöldamörg freyðivín önnur en þau í Champagne. Ekki langt suður af Champagne er t.d. að finna þorpið Bailly þar sem vínbændurnir hafa sérhæft sig í framleiðslu á afbragðs góðum freyðivínum – Crémant de Bourgogne – sem eru látin liggja og þroskast í risavöxnum helli. Það eru tvö afbragðsgóð freyðivín frá Bailly fáanleg í vínbúðunum sem kosta bara rúmar tvö þúsund krónur, annars vegar Brut og hins vegar Extra-Brut. Við heimsóttum Cave de Bailly í fyrra og má lesa um þá heimsókn með því að smella hér.

Önnur enn ódýrar (1.599 krónur) frönsk freyðivín eru svo Prince de Richemont, bæði Demi-Sec og Rosé, alveg hreint prýðileg miðað við verðið.

IMG_0744Nágrannarnir á Spáni og Ítalíu eru einnig afkastamiklir í freyðivínsframleiðslu. Prosecco-freyðivínin ítölsku hafa t.d. verið mjög vinsæl í Evrópu síðustu árin, þau eru yfirleitt nokkuð þurr og til í nokkrum gæðaflokkum. Nýlega fjölluðum við til dæmis um hið virkilega góða Villa Sandi Prosecco Superiore og einnig kom nýlega á markað hér ágæst Prosecco Extra Dry frá Leonardo.

Þetta freyðivínið á Spáni er auðvitað Cava frá Katalóníu, sem oft eru alveg hreint prýðisgóð. Það eru til dæmis mjög góð kaup í Codorniu Classico Semi Seco og fyrir þá sem vilja enn þurrari eru Mont Marcal og Perelada prýðiskostir. Öll í kringum tvö þúsund kallinn.

IMG_0742Og svo þarf maður ekkert endilega að halda sig við Evrópu. Það eru til dæmis fáanleg freyðivín frá Ástralíu – Jacob’s Creek bæði brut og rosé brut sem eru framleidd úr sömu þrúgum og kampavín, þ.e. Chardonnay og Pinot Noir

Deila.