Santa Tresa Grillo Viognier 2013

Þetta lífrænt ræktaða hvítvín frá Sikiley er blanda úr tveimur þrúgum. Önnur þeirra er ein algengasta hvítvínsþrúga Sikileyjar, Grillo en hin er suður-frönsk og nefnist Viognier.

Þægileg fersk angan af sítrus, ferskjum og apríkósum, hvít blóm. Í munni hefur vínið svolítið þykka áferð en sömuleiðis ágætis sýru sem brýtur það upp og gefur því léttleika, vottur af vanillu og eik. Mjög flott vín.

2.350 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.