Himnesk gulrótarkaka með glassúr

Þessi sænska gulrótarkaka er einhver sú besta sem að við höfum smakkað. Kakan er mjúk og góð og lime-börkurinn fullkomnar glassúr-kremið.

Kakan

  • 3 egg
  • 3 dl hveiti
  • 3 dl sykur
  • 3 tsk lyftiduft
  • 1 tsk vanillusykur
  • 1,5 tsk kanill
  • 1 tsk kardimomma
  • 1/2 tsk engifer
  • 1,5 dl matarolía
  • 4 dl rifnar gulrætur

Blandið saman þurrefnunum í skál. Þeytið saman egg og sykur. Hrærið þurrefnunum saman við eggjablönduna og blandið síðan olíunni og rifnu gulrótunum saman við.

Smyrjið form vel og hellið deiginu í formið. Bakið í miðjum ofninum við 150 gráður í um 60 mínútur. Leyfið kökunni að kólna áður en glassúr-kremið er smurt á hana.

Kremið

  • 60 g smjör (við stofuhita)
  • 4 dl flórsykur
  • 1 tsk vanillusykur
  • 100 g Philadelphia-ostur
  • fínt rifinn börkur af 1 lime

Þeytið allt vel saman og smyrjið á kökuna.

Skoðið fleiri kökur hér

Deila.