Rósmarínkartöflur

Þetta eru fantagóðar kartöflur með grillsteikinni og afskaplega fljótlegt og einfalt að undirbúa þær. Það sem þarf í þessar rósmarínkartöflur er:

  • 1 kg kartöflur
  • væn lúka rósmarín
  • 3-4 hvítlauksrif, pressuð
  • safi úr hálfri sítrónu
  • 1 dl ólífuolía
  • salt og pipar

Skerið kartöflurnar í tvennt eða fernt, allt eftir stærð. Saxið rósmarín fínt og pressið hvítlaukinn. Setjið hvítlauk, rósmarín, olíu og salt og pipar í skál. Blandið saman og veltið kartöflubitunum síðan vel upp úr. Setjið bökunarpappír á plötu og dreifið úr kartöflunum. Eldið í ofni við 180 gráður í um klukkustund.

Smellið svo hér til að sjá fleiri kartöfluuppskriftir.

 

Deila.