Sumarleg jarðarberjaterta

Jarðarber eru svo sumarleg og frændur okkar á Norðurlöndum eiga fjölmargar yndislegar uppskriftir að sumarlegum jarðarberjakökum sem bakaðar eru þegar uppskeran kemur.

Botninn:

  • 4 egg
  • 2 dl sykur
  • 1 dl hveiti
  • 1 dl kartöflumjöl
  • 2 tsk lyftiduft

Byrjið á því blanda þurrefnunum saman. Þeytið egg og sykur saman. Sigtið þurrefnin ofan í eggjablönduna og hrærið vel saman.

Smyrjið 24 sm smelluform. Hellið deiginu í formið og setjið inn í 175 gráðu heitan ofn. Bakið í um 40 mínútur. Ekki opna ofninn fyrsta hálftímann.

Leyfið botninum að kólna. Það er ágætt að leyfa honum að standa yfir nótt. Skerið hann í þrennt þannig að þið hafið þrjá botna.

Þá er komið að því að setja kökuna saman.

Á neðsta botninn smyrjum við fyrst góðri jarðaberjasultu og þekjum hann síðan með niðursneiddum ferskum jarðarberjum. Setjið síðan miðjubotninn ofan á neðsta botninn.

Á miðjubotninn smyrjum við svo vanillusósu. Uppskriftin að henni er svona:

  • 2 eggjarauður
  • 2 dl mjólk eða rjómi
  • 0,3 dl sykur
  • 1 tsk af hveiti eða Maizena
  • 1 tsk vanillusykur/vanilludropar/eða korn úr einni vanillustöng

Setjið allt í pott. Pískið vel saman, leyfið suðunni að koma upp og pískið á meðan. Slökkvið strax og suðan kemur upp og leyfið að kólna.

Smyrjið vanillusósunni á botninn og setjið síðan efsta botninn ofan á. Þeytið rjóma og þekjið kökuna. Skerið niður fersk jarðarber og skreytið kökuna með þeim. Það er svo loks gott að leyfa kökunni að standa í smátíma í ísskáp áður en hún er borin fram.

Deila.