Il Nostro Grecanico

Il Nostro vínin hafa verið ansi hreint vinsæl á Norðurlöndunum og meðal söluhæstu vína þar. Þetta eru vín sem framleidd eru af fyrirtækinu Terra Magne sem framleiðir vín úr þrúgum víða um heim. Hér eru það lífrænt ræktaðar sikileyskar þrúgur – nánar tiltekið Grecanico-þrúgur.

Í fyrstu er það blómaangan sem tekur á móti manni, hvít blóm, sem færast út í perur og græn epli. Svolítið grösugt, kryddað,sætur ávöxtur ágætlega ferskt. Fínasta sumarvín.

1.899 krónur. Góð kaup.

Deila.