Jólabjórar Mikkeller og To Øl opinberaðir

Mikkeller & Friends Reykjavík blæs til stórveislu föstudaginn 6. nóvember þar sem jólabjórar Mikkeller og To Øl verða opinberaðir. Alls verða níu jólabjórar á krana og gefst áhugafólki tækifæri að smakka helstu jólabjóra Mikkeller og To Øl í ár.

Jólabjórarnir frá Mikkeller hafa verið gríðarlega vinsælir undanfarin ár og nú í fyrsta skipti eru þeir allir fáanlegir á sama tíma á krana í Reykjavík. Þar má helst nefna Hoppy Christmas, Red/White, Santas Little Helper og Koníakslegin Til Via Fra Porter.

Takmarkað framboð er af bjórnum og er því um að gera að mæta snemma. Mikkeller & Friends Reykjavík er til húsa að Hverfisgötu 12 og opnar hann á hádegi.

Deila.