Trivento Golden Reserve Malbec 2013

Golden Reserve línan frá Trivento hefur ávallt verið í miklu uppáhaldi enda eru þarna á ferðinni hreint ótrúlega góð vín miðað við verð. Malbec-þrúgan er auðvitað fyrir löngu orðið helsta flaggskip víngerðarinnar í Argentínu og þar er nú ræktað mun meira af slíkum vínum en á upprunalegu heimaslóðum þrúgunnar í suðvesturhluta Frakklands.

Litur vínsins er mjög dökkur, djúpfjólublár, í nefinu þroskuð sólber, plómur, vanilla og kaffi, í munni kemur sæta eikarinnar vel fram, ávöxturinn djúpur, tannín mjúk og lifandi. Enn mjög, mjög ungt, leyfið því að anda í karöflu í 1-2 klukkustundir. Þannig nýtur það sín best.

100%

2.998 krónur. Enn og aftur með bestu kaupum ef ekki bestu kaupin í sínum verðflokki. Svona vín þarf rautt kjöt. Mun batna með geymslu í 2-4 ár.

  • 10
Deila.