Brochet Sauvignon Blanc 2014

Það hefur færst nokkuð í vöxt á síðustu árum að vín séu framleidd á Norðurlöndum. Og þá ekki úr þrúgum sem ræktaðar eru á Skáni eða Rogalandi heldur úr vínsafa, sem fluttur er frá Suður-Evrópu. Þetta er í sjálfu sér ekki eins skrýtið og það hljómar. Með því að setja safann strax eftir pressun á loftþétta kælitanka sem hann er fluttur í norður er hann nær jafnferskur og fínn þegar til norðurslóða er komið og ef hann hefði verið geymdur á kælitanki í vínhúsinu. Þrúgurnar í þetta vín eru þannig lífrænt ræktaðar af Frederic Brochet, sem er doktor í vínfræðum og kennir m.a. við víndeild háskólans í Bordeaux. Víngerðin er hins vegar í höndum vínhússins Nordic Sea Winery á Skáni. Þetta vín hefur margsinnis verið valið meðal bestu kaupa í sínum flokki í Svíþjóð.

Léttur og prýðilegur Sauvignon Blanc, smá greip og annar sítrus, nokkuð grænn, smá netlur. Ferskt, létt og milt í munni.

 

60%

2.208 krónur. Ágætis kaup.

  • 6
Deila.