Sjomlinn

Sjomlinn er gamlárskokteillinn okkar þetta árið, ferskur og fínn ginkokteill með timjansírópi sem minnir okkur á sumarið sem bíður á næsta ári.

Fyrir hvern drykk þarf:

  • 4 cl Beefeater GIn
  • 2 cl limesafi
  • 3 cl timjansíróp
  • Fever Tree Mediterranean Tonic

sjomlinnSetjið allt nema Tonic í glas ásamt klaka og hrærið létt saman. .Fyllið upp með Fever Mediterranean Tonic Water. Skreytið með timjan og limesneiðum. .

Timjansíróp

  • 5 dl vatn
  • 2,5 dl sykur
  • 10 timjanstönglar

Setjið í lítinn pott. HItið varlega upp á suðu og látið malla á vægum hita í 2-3 mínútur. Síið timjanstönglana frá.  Kælið fyrir notkun og geymið í ísskáp.

Deila.