Planeta La Segreta Bianco 2014

IMG_1960Planeta-fjölskyldan á Sikiley rekur eitt þekktasta og besta vínhús þessarar suður-ítölsku eyju og voru vínin þaðan nokkuð áberandi í hillum vínbúðanna fyrir um áratug eða svo. Það er ánægjulegt að sjá þau nú á nýjan leik.Sikileyska þrúgan Grecanico er sú fyrirferðarmesta í blöndunni í dag en þar er líka að finna chardonnay og viognier. Vínið er fölgult á lit, í nefi ferskur, suðrænn ávöxtur, þar má greina lime, ananas, melónur, græn epli og perur, hvít blóm. Ferskur, svolítið kryddaður ávöxtur, ferskt og langt.

80%

2.499 krónur. Frábær kaup.

  • 8
Deila.