Emilio Moro 2013

Emilio MoroVínin frá Ribera del Duero á Spáni eru orðin mun algengari hér á landi en var – sem er fagnaðarefni því þetta er eitt allra besta vínhérað Spánar. Þrúgan sú sama og í Rioja en þó örlítið annað afbrigði. Vínin yfirleitt kröftugri og massaðri en Rioja-vínin, sem einkennast meira af fínleikanum.

2013 árgangurinn af Emilio Moro er dökkur, þarna er plómu og sólberjaávöxtur, sætur, svolítið þurrkaður, kaffi, reykur eikin nokkuð framarlega, í munni öflug tannín, en vínið hefur engu að síður fína mýkt og er vel tilbúið til neyslu, þarf ekki eins langan tíma og fyrri árgangar.

90%

3.399 krónur. Mjög góð kaup.

  • 9
Deila.