Gyllta glasið 2016

Nú er nýlokið smökkuninni um Gyllta Glasið 2016 sem var haldin í 12 sinn undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands.
Í ár var verðflokkur vína í smökkuninni frá 2.490 kr. til 3.500 kr, sá sami og var 2015 að viðbætum rósavínsflokki og var ekkert verðþak þar, vínin máttu koma frá öllum heiminum og völdu vínbirgjar vínin sem þeir lögðu til í þessa keppni.

Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Hótel Hilton Nordica sunnudaginn 29 maí. Þáttakan í Gyllta glasinu í ár var góð viðað við verðflokkinn, en alls skiluðu sér 99 vín til leiks frá 13 vínbirgjum.

Alls voru það 20 manns sem blindsmökkuðu og dæmdu vínin samkvæmt Parker skala. Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoð frá Peter Hansen og Ástþóri Sigurvinssyni.

7 hvítvín, 13 rauðvín og 3 rósavínurðu svo fyrir valinu og hlutu Gyllta glasið 2016. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.
Verðlaunavín Gyllta Glasið 2016

Hvítvín

 • Villa Maria Private Bin Sauvignon Blanc 2015
 • Peter Jakob Khün Jacobus Riesling Trocken 2015
 • Villa Maria Private Bin Riesling 2015
 • Willm Pinot Gris Reserve 2015
 • Arthur Metz Pinot Gris 2015
 • Dopff & Irion Cuvée René Dopff Gewurztraminer 2013
 • Montes Alpha Chardonnay 2014

Rauðvín

 • Allegrini Palazzo della Torre Ripasso 2012
 • Tommasi Ripasso 2014
 • Tenuta Sant’Antonio Monti Garbi Ripasso 2014
 • Concha Y Toro Marques de Casa Concha Cabernet Sauvignon 2014
 • Peter Lehmann Portrait Shiraz 2013
 • George Wyndham Bin 555 Shiraz, 2013
 • Trivento Golden Reserve Syrah 2013
 • Prunotto Barbera d’Alba 2014
 • Torres Gran Coronas Reserva 2012
 • Montecillo Reserva 2010
 • Cune Reserva 2011
 • Coto de Imaz Gran Reserva 2010
 • Torres Celeste 2013

Rósavín

 • Gérard Bertrand Côte des Roses 2015
 • Domaine du Tariquet Rosé du Presse 2015
 • Miguel Torres Santa Digna Rosé 2015
Deila.