Það er hlægilega fljótlegt og einfalt að gera Salsa sem slær algjörlega við sósunum sem hægt er að kaupa í krukkum úti í búð. Þessi uppskrift kallar ekki á flóknari aðgerð en að setja matvinnsluvélina í gang.
- 2 dósir tómatar
- 1 laukur, saxaður gróft
- 3-4 hvítlauksgeirar
- 1 rauður eða grænn chilibelgur, skorinn í tvennt
- safi úr einni lime
- 1 lúka kóríander
- 1/2 tsk cummin
- 1/2 tsk sykur
- 1/2 sjávarsalt
Setjið lauk og hvítlauk í matvinnsluvélina. Saxið snöggt með því að nota „pulse“ einu sinni eða tvisvar. Bætið öðrum hráefnum út í og maukið með því að nota „pulse“ sjö til átta sinnum. Setjið í ílát og geymið í ísskáp.
Önnur aðeins tímafrekari Salsa-uppskrift frá Mexíkó er svo hér.