Montes Sauvignon Blanc Reserva 2016

Aurelio Montes er eitt af stóru nöfnunum í vínheiminum og líklega sá einstaklingur sem á hvað mestan þátt í því að koma vínunum frá Chile á heimskort gæðavína á síðustu áratugum.

Þetta er ferskt og yndislegt Sauvignon Blanc-vín, fölt á lit, smá grænleitir tónar, í nefinu ferskur sítrus og peruávöxtur, grösugt og skarpt, það hefur góða þykkt og mikinn ferskleika í munni, klassavín.

80%

1.899 krónur frábær kaup. Sumarvín fyrir pallinn. Tilvalið með t.d. grillaðri bleikju.

  • 8
Deila.