Nederburg Cabernet Sauvignon The Winemasters 2015

Nederburg er eitt sögufrægasta vínhúsið á Höfðasvæðinu í Suður-Afríku og getur rakið sögu sína lengra aftur í tímann en flest vínhús á hinum klassísku vínræktarsvæðum Evrópu.

Þetta er dæmigert og ágætlega útfært suður-afrískt Cabernet Sauvignon. Dökkur, heitur og kryddaður ávöxtur, plómur, kirsuber, leður og tóbakslauf, mjúkt og mild tannín.

70%

1.999 krónur. Góð kaup. Með BBQ-grilluðu kjöti.

  • 7
Deila.