Pujol Cotes-du-Roussillon 2014

Pujol-fjölskyldan ræktar lífræn vín í vesturhluta Roussillon á hinum katalónsku slóðum Frakklands. Þessi árgangur frá Pujol er „nútímalegri“ en við höfum átt að venjast frá honum, minni sveit og meiri ferskur ávöxtur. Dökkur, kryddaður berjaávöxtur, kirsuber, bláber, vottur af ferskum kryddjurtum, ávöxturinn ferskur og mjúkur, fín sýra og þægileg tannín.

80%

2.850 krónur. Mjög góð kaup.

  • 8
Deila.