E. Guigal Cote-Rotie 2010

Feðgarnir Marcel og Philippe Guigal eru þeir sem allir horfa til þegar vínin frá Cote-Rotie nyrst í Rhone eru annars vegar. Þetta er eitt allra virtasta vínhús Frakklands og vínin eru hreinlega mögnuð. Cote Rotie Brune et Blonde er einfaldasta Cote-Rotie-vínið þeirra, en þvílíkt vín. Það er líka (ólíkt „la la“-vínunum þeirra sem lesa má um hér) vín sem hægt er að njóta núna en ekki bara eftir ansi mörg ár. Vínið er klassísk Cote-Rotie-blanda, 96% Syrah og síðan er 4% af hvítu þrúgunni Viognier bætt við. Vínið er geymt í þrjú ár á eikartunnum áður en því er tappað á flöskur.

Múrsteinsrautt, sýnir byrjandi þroska í lit  en enn ungt og ferskt í nefi, krydduð berja- og blómaangan, fjólur og rósir, þarna leynast líka svartar ólífur og viður. Langt, mjúkt, tannín silkimjúk, einstaklega fágað. Frábært núna en má vel geyma í 5-10 ár.

90%

6.799 krónur. Frábær kaup. Með nauti, lambi og villibráð.

  • 9
Deila.