Bramito del Cervo Chardonnay 2015

Bramito del Cervo var vínið sem að við völdum sem bestu hvítvínskaup ársins 2016 enda er hér á ferðinni alveg hreint afbragðs gott hvítvín fyrir peninginn. Bramito er eitt af vínunum sem að framleidd eru í Castello della Sala í Úmbríu-héraði á Ítalíu en toppvín kastalans Cervaro della Sala er alla jafna flokkað sem eitt besta hvítvín Ítalíu.

Bramito er hreint Chardonnay, það hefur bjartan, gullin lit, þykkur og sætur sítrus í nefi, sítrón, greip, þroskaður ananas og viðurinn leynir sér ekki, mild og sæt vanilla smýgur með ásamt ristuðum hnetum. Þykkt með mildri sýru. Frábært vín. .

90%

2.699 krónur. Frábær kaup, með öllu frá grilluðum laxi að kjúkling.

  • 9