Montes Alpha Carmenere 2014

Montes Alpha var eitt af fyrstu ofurvínunum frá Chile og vínin undir þessum merkjum eru enn framúrstefnuleg og framúrskarandi enda víngerðarmaðurinn Aurelio Montes einn af þeim sem aldrei hættir að þróast. Carmenere-þrúgan er ein af þeim sem hefur bæst við í Alpha-línuna og líkt og önnur vín þar eru þrúgurnar þurræktaðar eða samkvæmt því sem menn kalla „dry farming“. Áveitukerfin með vatninu frá Andesfjöllum voru jú lengi það sem var talið einn helsti styrkleiki vínræktarinnar í Chile en eftir því sem að menn fara að hugsa meira um náttúruna og samhliða hvernig best er að búa til vín þá er þetta mögnuð aðferð, að rækta vín við ótrúlega þurrar aðstæður án áveitu, til að gera eitthvað sérstakt.

Montes Alpha Carmenere er dökkt, dökkt, dökkt á litinn, svarblátt er líklega vægt til orða tekið. Í nefinu svartar þroskaðar plómur, krækiber og sólber en líka suðrænn viður, sedrusviður, tóbakslauf, sannkallaður vindlakassi, kraftmikið og langt, en tannínin samt lygilega mjúk miðað við afl, langt, piprað í lokin. Yndislegt og magnað vín.

100%

2.999 krónur. Frábær kaup. Hálf auka stjarna fyrir hlutfall verðs og gæða.

  • 10
Deila.