Chapoutier með „Winemaker’s Dinner“ á Holtinu

Dagana 4.-6. október verða vín frá vínhúsi Chapoutier-fjölskyldunnar Rhone-dalnum í Frakklandi í sviðsljósinu á Gallery Restaurant á Hótel Holti. Chapoutier er eitt af stærstu nöfnum franskrar víngerðar og vín hússins eftirsótt um allan heim. Chapoutier er til húsa í bænum Tain l’Hermitage við rætur hinnar mögnuðu Hermitage-hæðar og er fjölskyldan sérstaklega umsvifamikil á þeim slóðum, framleiðir nokkur af bestum vínum Hermitage-hæðarinnar en einnig frábær vín frá nærliggjandi svæðum á borð við Crozes-Hermitage, St-Joseph og Cornas.

Michel Chapoutier sem nú leiðir fyrirtækið hefur hins vegar einnig fært út kvíarnar út fyrir Rhone-dalinn og framleiðir vín m.a. í Suður-Frakklandi en einnig á fjarlægari slóðum svo sem í Bandaríkjunum, Ástralíu og Portúgal.

Á Chapoutier-dögunum á Holti gefst gestum kost á að taka þátt í svokölluðum „Winemaker’s Dinner“ þar sem úrval Chapoutier-vína frá Rhone og Languedoc eru borin fram með matseðli sem Friðgeir Ingi Eiríksson matreiðslumeistari hefur sett saman.

Seðilinn má sjá hér að neðan en verð fyrir fimm rétta seðil ásamt vínum auk fordrykks er einungis 16.900 krónur.

Fordrykkur

Chapoutier Le Combe Pilate Esteban Blanc BIO 2016

 

Rauðspretta, fennel, aprikósur og möndlur

Chapoutier Granges de Mirabel Viognier 2016

 

Hreindýracarpaccio og steikt andalifur

Chapoutier Vignes de Bila Haut 2016

 

Kálfaribeye og aspas

Chapoutier Crozes Hermitage Les Meysonniers BIO 2015

 

Nautalundir, trufflur og shiitakesveppir

Chapoutier Cornas Les Arénes 2014

 

Súkkulaði Valrhona

Chapoutier Banuyles rouge – Bila Haut 2015

 

 

Deila.