Adobe Rose Organic 2016 BIB

Við fjölluðum nýlega um rauða, lífrænt ræktaða kassavínið frá Adobe í Chile og hér er komið rósavínið í sömu seríu. Rétt eins og hið rauða er þetta afbragðsgott vín af kassavíni að vera. Berja- og ávaxtamikið, sæt rifsber og rauð vínber (já stundum finnumr maður lykt af þeim í víni), örlítið grösugt, appelsínubörkur. Ágætlega þurrt og ferskt.

70%

6.990 krónur eða sem samsvarar tæpum 1.750 krónum á flösku. Mjög góð kaup á því verði.

  • 7
Deila.