Chapoutier Bila-Haut Occultum Lapidem 2014

Michel Chapoutier er einn þekktasti víngerðarmaður Frakklands og þekktastur fyrir hin mögnuðu Hermitage-vín sín frá Rhone. Hann teygir hins vegar anga sína víða um heim þegar kemur að víngerðinni og Bila-Haut eru vín frá Languedoc í suðurhluta Frakklands. Occultum Lapidem er blanda úr Syrah og Grenache, Þetta er stórt og mikið Miðjarðarhafsvín með dökkum, heitum berjávexti, krækiber og sólber, villtar, sólbakaðar kryddjurtir, rósmarín en einnig þurr blómaangan. Þurrt og kröftugt, dimmt og jarðbundið, þétt sýra og tannín.

90%

3.450 krónur. Frábær kaup. Vin fyrir grillað lamb, grillað naut og hreindýr.

  • 9
Deila.