Masseria Surani Heracles Primitivo 2015

Masseria Surania er vínhus sem Veneto-fjölskyldan Tommasi rekur syðst á Ítalíu, nánar tiltekið á Púglía-skaganum. Þrúgan er Primitivo, sem er náskyld Zinfandel-þrúgunni kalifornísku.

Þetta er massívt og mikið Primitivo, dökkt og djúpt, ávöxturinn er svartur, plómur, allt að því þurrkaðar í sveskjur, lakkrís og vottur af leðri, nokkuð eikað, vínið er þykkt og feitt, kannski ekki dæmigert Púglía-Primitivo, svolítið nýjaheims-legt í jákvæðum skilningi.

90%

2.699 krónur. Frábær kaup á því verði. Mikið vín fyrir peninginn sem ræður við kröftuga villibráð og meðlæti.

  • 9
Deila.