Domaine de Villemajou Blanc 2014

Domaine de Villemajou er eitt af vínhúsum Gerard Bertrand í Languedoc í Suður-Frakklandi. Raunar það vínhús þar sem Bertrand-fjölskyldan hóf vínrækt á sínum tíma. Hvítvínið frá Villemajou er blanda úr suður-frönskum þrúgum, Marsanne, Roussanne og Bourbolenc. Það er fölgult á lit, nefið þurrt, sítrusbörkur, ávöxturinn þroskaður, kominn nálægt því að hafa smá botrytis-fíling, kryddað og þykkt.

80%

2.999 krónur. Mjög góð kaup.

  • 8
Deila.