Bulleit 10 ára loksins fáanlegt

Í nokkur ár hefur Bulleit bourbon fengist hér á landi og verið talsvert vinsælt. Ekki bara hefur það verið á ágætis verði heldur einnig hefur það verið afar vinsælt í kokteila gerð.

Nú fæst loksins þriðja Bulleit bourbonið, Bulleit 10 ára. Í nefi má finna örlitla vanillu, eik, talsverðan rúg, þurrkaða ávexti og örlítinn reyk. Smá krydd og talsverður hiti er einnig undirliggjandi. Með örlitlu vatni má draga fram djúpa eikar tóna. Fremst á tungu er það talsvert kryddað og mjúkt en í endan kemur hiti og örlítill reykur.

Skemmtileg viðbót í þau bourbon sem fást hér á landi og full ástæða til að mæla með.

Fæst í sérpöntun ÁTVR og á betri börum bæjarins.

Deila.