Surtar mæta á fimmtudag!

Hinn árlegi og óopinberi „Surtsdagur“ verður haldinn á fimmtudaginn. Þá mæta Surtar þessa árs í ríkið en hinum árlega Surti frá Borg Brugghúsi er ávallt beðið með mikilli eftirvæntingu.

Í ár mæta 4 nýjir Surtar en einnig verður gjafa askja í boði með öllum 4 og nr. 47 sem er frá því í fyrra.

Surtar þessa árs eru:

SURTUR NR.55 er 14,2% Imperial Stout, bruggaður með kakónibbum frá Omnom og Chipotle-pipar og svo þroskaður í Búrbon- og Koníakstunnum. Hann er ótrúlega mjúkur, með örlitla sætu, miklum tunnukeim en smá hita og reyk úr piparnum

SURTUR NR.8.7 er 15% Imperial Stout sem fengið hefur að þroskast á hinum eftirsóttu Islay Whisky tunnum frá Skotlandi. Mjög áhugaverð tunnuþroskun þar sem tunnan leikur aðahlutverkið.

SURTUR NR.8.8 er 13,6% Imperial Stout, blanda sem annarsvegar er þroskuð á Búrbon- og hinsvegar á Koníakstunnum. Hér er verið að stíla inn á jafnvægi bjórs og tunna og verður að segjast að hér er magnaður bjór á ferð.

SURTUR Nr.38 (2018) er 10,8% Imperial Stout, kryddaður með vanillu og að hluta þroskaður á koníakstunnum. Um er að ræða endurbruggun frá árinu 2016 en þá var hann einmitt valinn „Rate Beer’s Best“ auk þess sem hann vermir 2. sæti yfir bestu bjóra sem bruggaðir hafa verið á Íslandi á Untappd, fast á hæla bróður sínum SURTI NR.8.4.

Síðustu ár hafa myndast raðið við Skútuvog sem er helsta sælkeraverslun ÁTVR. Það verður gaman að sjá hver stemningin verður þar að morgni fimmtudags!

Deila.