Jacob’s Creek Classic Cabernet Sauvignon 2015

Það má segja að Jacob’s Creek Classic sé með sanni eitt af hinum klassísku áströlsku vínum en Jacob’s Creek-vínin voru með þeim fyrstu til að ryðja braut áströlsku vínanna alþjóðlega á sínum tíma og er enn með vinsælustu vínum þeirra Ástrala.

Þetta er þægilegt og milt vín, dökkt heitt og kryddað, í nefinu plómur, sólber, smá vottur af myntu og lakkrís. Svolítið hvöss tannín í fyrstu, sem mýkjast hratt ef vínið fær að lofta og vinna ágætlega með mat.

70%

2.050 krónur. Mjög góð kaup.

  • 7
Deila.