Bonterra Cabernet Sauvignon 2013

Bonterra er kalifornískt rauðvín úr smiðju vínhússins Fetzer, gert úr lífrænt ræktuðum Cabernet Sauvignon-þrúgum frá Mendocino og Lake County en það er samheiti yfir víngerðarsvæðin norður af Sonoma og Napa. Þarna hafa vín verið ræktað lífrænt undir merkjum Bonterra í rúma tvo áratugi og þetta er prýðisgott rauðvín. Dökkt, út í fjólublátt á lit. Angan af dökkum berjum, sólberjum og bláberjum, blóm og mild eik. Það er berjaríkt og ágætlega kröftugt í munni, góð sýra og nokkuð tannískt.

80%

2.999 krónur. Frábær kaup.

  • 8
Deila.