Chateau de la Ragotiere Cuvée Amelie 2015

Það ber því miður ekki eins mikið á hvítvínunum frá Muscaded-de-Sévres-et-Maine.  Þetta víngerðarhérað rétt við Nantes við Atlantshasströnd Frakklands framleiðir meira magn af hvítvíni en önnur svæði Loire til samans úr þrúgunni Melon de Bourgogne.

Chateau de la Ragotiere er óðalssetur sem á rætur sínar að rekja til fimmtándu aldar en var keypt af Couillaud-bræðrunum, sem eiga nokkur mjög virt vínhús víða um Loire-dalinn árið 1979. Vínið er gert með aðferð sem nefnist „sur lie“ en þá er vínlögurinn látinn liggja á gerleifunum í að minnsta kosti heilan vetur, þetta vín sem hér er til umfjölluner lá eina tíu mánuði „sur lie“.

Vínið hefur fallegan gulan blæ, angan er fersk, ávaxtarík, þarna eru hitabeltisávextir og sítrustónar ríkjandi, mjög ferskt, þétt og skarpt í munni, míneralískt og fókuserað. Hörkuflott vín.

90%

2.395 krónur. Frábært vín. Fullkomið sjávarréttavín og hvers vegna ekki sushi.

  • 9
Deila.