Castello di Ama San Lorenzo 2013

Castello di Ama er eitt magnaðasta vínhús Toskana staðsett í smáþorpinu Ama. Staða Castello di Ama er ekki síst Marco Pallanti að þakka sem hóf þar störf í byrjun níunda áratugar síðustu aldar sem ungur maður. Hann aðstoðaði þáverandi eiganda við flest verk og tók fljótlega við rekstrinum. Undir stjórn Pallantis hefur Ama vaxið og dafnað. Við fjölluðum nýlega um grunnvínið Ama og hér er komið vínið San Lorenzo, flokkað sem Gran Selezione og er millistigið frá Ama áður en skrefið er tekið upp í hin mögnuðu einnar ekru vín hússins.

Liturinn er enn djúpur og dökkur og angan vínsins fókuseruð og skörp, dökkur og þéttur ávöxtur, sólber, krækiber, mild krydd og nokkuð míneralískt, eikin áberandi. Vel strúktúrerað, það er kröftugt, tannín taka vel í, vínið öflugt, langt og mikið.  Það þarf sinn tíma, þetta er enn ungt vín, þolir geymslu og kallar á umhellingu.

100%

4.390 krónur. Frábær kaup, frábært vín.

  • 10
Deila.