Francois Martenot Bourgogne Pinot Noir 2015

Við fjölluðum nýlega um hið ágæta Búrgundar-Chardonnay vín sem í boði er frá Francois Martenot og hér er rauða systurvínið, sem að sjálfsögðu er Pinot Noir líkt og önnur rauð Búrgundarvín. Vínið er fölrautt með svolítið skarpri rauðri berjaangan, rifsber og skógarber, ávöxturinn er ferskur en svolítið hvass og sýrumikill. Vínið er létt og má vel bera fram örlítið kælt sem þægilegt sumarvín (ef sumarið kemur).

70%

2.299 krónur. Góð kaup.

  • 7
Deila.