Francois d’Allaines Pouilly Fuissé 2015

Francois D‘Allaine er með vínhús sitt í þorpinu Dermigny í suðurhluta Cote-de-Beaune. Þetta er meira það sem maður myndi kalla bóndabýli en vínhús og d’Allaines er ástríðuvínframleiðandi. Hann á ekki ekrur sjálfur en hefur byggt upp sambönd í árin við vínbændur sem að hann kaupir þrúgur af ár eftir ár. Þrúgurnar í þessu víni koma frá þorpinu Pouilly Fuissé skammt frá Macon, syðst í Búrgund. 2015 árgangurinn var að jafnaði verulega góður í Búrgund, þetta eru vín sem sýna mikla dýpt og þroska, sannarlega seiðandi vín. Þetta er mjög flottur Pouilly frá d’Allaines, sætur sítrus, greip og lime, suðrænn ávöxtur, töluvert míneralískt og eikað, reykur, púður og smjör. Feitt og flauelskennt með flottum ferskleika.

90%

4.050 krónur. Frábær kaup. Hörku Búrgundari.

  • 9
Deila.