El Coto Crianza 2014

El Coto er einn helsti framleiðandi Rioja-vína. Vínhúsið er ekki í hópi þeirra gömlu og klassísku á svæðinu heldur hefur byggt upp orðspor sitt og markað með áherslu á jöfn og góð gæði og náð þeirri stöðu þannig sem það hefur í dag. Crianza-vínið er eitt af einföldustu vínunum frá El Coto en það verður að segjast eins og er að þetta 2014 rauðvín er hreinlega fantagott miðað við verð. Dökkrautt með þroskuðum kirsuberjum, skógarberjum og mildum eikartónum, kaffi og mild vanilla í nefinu, ávöxturinn mjúkur og milt kryddaður í munni, þægilegt tannín. Vel balanserað og einfaldlega gott vín fyrir verðið.

80%

1.999 krónur. Frábær kaup. Fær hálfa auka stjörnu fyrir hlutfall verðs og gæða. Með nautakjöti eða lambi.

  • 8
Deila.