Chateau Fuissé Téte de Cru 2015

Chateau Fuissé er flaggskip AOC-svæðisins Pouilly-Fuissé og jafnframt stærsti landeigandinn, þarna ræktar Vincent-fjölskyldan Chardonnay-þrúgur á einum 25 af bestu hektörum svæðisins. Vínið Téte de Cru er blanda úr þrúgum frá einum 40 mismunandi skikum frá bæði Pouilly og Fuissé. Líkt og önnur vín Chateau Fuissé er þetta hágæða hvítur Búrgundari sem getur hæglega keppt við vín frá frægu þorpsnöfnunum norður í Cote-de-Or.

Vínið hefur gullið yfirbragð, ávöxturinn í nefinu samþjappaður og djúpur, sætar ferskjur og gul epli, kryddað með vott af lakkrísrót, eikin mild og bætir við þægilegri sætri vanillu, þykkt í munni með fínni sýru, míneralískt og þægileg selta í lokin.

Við heimsóttum Chateau Fuissé fyrir nokkru og má lesa nánar um vínhúsið með því að smella hér. 

100%

4,199 krónur. Frábært hvítt Búrgundarvín - þetta er vín fyrir humarinn og bestu fiskréttina, jafnvel kalkún.

  • 10
Deila.