Corte Giara Valpolicella Ripasso La Groletta 2016

La Groletta er Ripasso-vín frá Allegrini-fjölskyldunni, sem er í hópi betri vínframleiðanda Veneto-héraðsins á Ítalíu. Corte Giara línan þeirra er gerð úr þrúgum sem fjölskyldan kaupir af vínræktenum í héraðinu og í tilviki Ripasso eru er víngerðin ögn flóknari en í tilviki hefðbundinna vína. Eftir tínslu eru þrúgurnar gerjaðar líkt og í hefðbundinni víngerð Valpolicella. Vínlögurinn er hins vegar látinn liggja eftir gerjun og nokkrum mánuðum síðar er þrúgnahratinu sem verður afgangs eftir að þurrkuðu þrúgurnar sem notaðar eru í gerð Amarone-vína bætt saman við áður en víngerjunin er sett í gang á ný við lágt hitastig.

Ripasso-vín eru eins ólík og þau eru mörg. Þegar vel tekst til eins og hér verður vínið margslungnara og og meira í alla stðai. Corte Giara Ripasso er mjög dökkt á lit, dökkfjólublátt, þykk og þroskuð berjaangan, kirsuber og rúsínur, súkkulaði, kryddað, mjúkt og þétt.

90%

2.599 krónur. Frábær kaup. Mikið vín fyrir peninginn sem þolir alveg þunga rétti.

  • 9
Deila.