Ramon Roqueta Tina 3 Garnacha 2017

TIna 3 er Garnacha-rauðvín frá Katalóníuhúsinu Ramon Roqueta sem ávallt gefur manni ansi mikið fyrir peninginn. Þetta er ungt og ávaxtaríkt vín með rauðum berjum, jarðarberjum og kirsuberjum í nefi, smá dökkt súkkulaði, heitt og kryddað, ávöxturinn er þéttur og djúpur, ágætlega kröftugur fyrir vín í þessum verðflokki.

70%

1.899 krónur. Mjög góð kaup. Fínt alhliða matarvín sem gengur með öllu kjöti.

  • 7
Deila.