Insoglio del Cinghiale 2016

Við fyrstu sýn mætti halda að Insoglio væri einfalt vín eins og oft er raunin þegar flöskur eru skreyttar með myndum af dýrum og koma ekki frá tilgreindu víngerðarsvæði en stórhéraðinu sjálfu, í þessu tilviki IGT Toskana. Sú er þó langt í frá raunin í þessu tilviki, þetta er það sem oft er kallað Súper-Toskana vín og það úr smiðju Ludovico Antinori sem þekktastur er fyrir að vera snillingurinn á bak við ofurvínið Ornellaia. Insoglio kemur frá litlum búgarði, Campo di Sasso og er blanda úr þrúgunum Syrah, Cabernet Franc, Merlot og Petit Verdot. Liturinn er dimmrauður, dökk ber í nefinu, sólber, krækiber og kirsuber, það er jarðbundið, nokkuð míneralískt og eikin er mjög í bakgrunni þótt þarna megi líka greina örlítið súkkulaði. Þétt og ferskt, kröftug tannín, það þarf tíma til að opna sig.

90%

3.790 krónur. Frábær kaup. Vín með mildri villibráð, hreindýri og gæs.

  • 9
Deila.